Klukkan 17:00

Heimaleikur í dag

9.Júlí'17 | 08:57

Þá er komið að leik liðanna sem komu upp í Pepsi deildina þetta árið. KA liðið er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig en Grindavík er í 2. sæti með 18 stig. Talsvert er um meiðsli hjá okkar mönnum en það kemur maður í manns stað.

 

Það má búast við hörkuleik og hvetjum við stuðningsmenn til að koma við í Gjánni fyrir leik og kaupa sér einn grillaðan hammara og kalt að drekka og láta svo í sér heyra í stúkunni.

 ÁFRAM GRINDAVÍK