Lög­regl­an á Suður­nesj­um lýsir eft­ir Luise Sor­eda

12.Júlí'17 | 20:37

Lög­reglu hér á landi barst fyr­ir­spurn 7. júlí frá In­terpol um hina 22 ára gömlu Luise Sor­eda, frönsku ferðakon­una sem lög­regl­an á Suður­nesj­um lýsti eft­ir.

 

Hingað til hef­ur lög­regla m.a. farið yfir farþegalista flug­fé­lag­anna en ekki var tal­in ástæða til að lýsa eft­ir henni fyrr en í dag í fram­haldi af beiðni fjöl­skyldu kon­unn­ar. Sor­eda kom til Íslands 5. júlí og sást hún síðast á ör­ygg­is­mynda­vél­um á Kefla­vík­ur­flug­velli við kom­una til lands­ins.

Þegar síðast var vitað var hún klædd blá­um galla­bux­um, brún­um fjall­göngu­skóm og hvítri peysu. Þá hafði hún meðferðis stór­an rauðan bak­poka ásamt upp­rúllaðri ljós­grárri dýnu. Þeir sem hafa upp­lýs­ing­ar um hvar Louise er niður­kom­in, eða hafa séð hana, geta haft sam­band við lög­regl­una á Suður­nesj­um í síma 444-2200.