Eld­ar ofan í hundruð á dag

15.Júlí'17 | 08:40
979573

Mynd/mbl.is/​Hanna

Veit­inga­kon­an Halla María Svans­dótt­ir, sem rek­ur veit­ingastaðinn Hjá Höllu í Grinda­vík, sit­ur ekki auðum hönd­um. Halla var í viðtali á mbl.is 

Auk þess að taka 60 manns í sæti á veit­inga­hús­inu við Vík­ur­braut og út­búa nest­ispakka fyr­ir ferðamenn eld­ar Halla og henn­ar teymi um 300-400 skammta á degi hverj­um ofan í starfs­fólk ým­issa fyr­ir­tækja í bæn­um. Þrátt fyr­ir um­fangs­mik­inn veit­ing­a­rekst­ur er heim­il­is­leg stemn­ing Hjá Höllu en með henni í eld­hús­inu starfa meðal ann­ars for­eldr­ar henn­ar og son­ur.

„Við opnuðum hérna á þess­um stað fyr­ir svona einu og hálfu ári en við vor­um á öðrum stað á und­an þannig að við erum búin að vera í gangi í um það bil fimm ár,“ seg­ir Halla í sam­tali við mbl.is. Halla hóf starf­semi fyrst í eld­hús­inu heima hjá sér en síðan hef­ur starf­sem­in farið ört vax­andi og vin­sæld­ir staðar­ins auk­ist, bæði meðal heima­manna og aðkomu­fólks.

Allt unnið frá grunni
„Það er alltaf nóg að gera. Heima­fólk er rosa­lega dug­legt að koma, Reykja­vík­ur­fólkið líka. Þetta er mjög heim­il­is­legt hérna, mamma er hérna og pabbi og nú er son­ur minn hérna inni í eld­húsi í sum­ar­starfi,“ seg­ir Halla.

Hjá Höllu er ýmislegt á boðstólum og ávallt margt um ...
Hjá Höllu er ým­is­legt á boðstól­um og ávallt margt um mann­inn að sögn Höllu sjálfr­ar. mbl.is/​Hanna
Að sögn Höllu er lagt mikið upp úr því að vinna þá rétti sem eru á boðstól­um frá grunni og bjóða upp á hollt, gott og fjöl­breytt fæði. Hjá Höllu er bæði hægt að fá fisk- og kjö­trétti, súp­ur, salöt, djúsa og fleira en meðal þess vin­sæl­asta á mat­seðlin­um er fiskisúp­an henn­ar Höllu.

Frétt mat­ar­vefjar mbl.is: Besta fiskisúp­an

„Það er svo­lítið mis­jafnt hvað heilsu­sam­legt þýðir hjá fólki. Við höf­um bara merkt það þannig að það sé unnið frá grunni,“ seg­ir Halla. „Við erum með all­an mat. Við erum með fisk og kjúk­ling og kjöt, hvort sem það er nauta­kjöt eða lamba­kjöt, svína­kjöt eða hvernig sem það er. Við erum nátt­úr­lega líka með græn­met­is­rétti, veg­an-rétti og sam­lok­ur, glút­en og glút­en­laust, en bara að það sé unnið frá grunni, það er það sem við ger­um,“ út­skýr­ir Halla. Hæg er að lesa viðtalið í heild sinni inn á mbl.is