Askja Danmerkur meistari í þriðja sinn

17.Júlí'17 | 10:04
Askja_DM_FlaskePosten_1

Askja ásamt Ölveri afa sínum

Askja Þórsdóttir gerði sér litið fyrir og varð Danmerkur meistari í þriðja skipti á nýjum hesti sem heitir Hvatur frá Hvítanesi. 
Askja er dóttir Erlu Ölversdóttur og Þórs Karlssonar.

Þetta er hennar síðasta ár i barnaflokk og er skemmtilegt að ljúka þessum kafla með sigri.


Lif Öskju gengur út á hestamennsku alla daga og að sögn þeirra sem til þekkja er hún sérstaklega samviskusöm. Askja brosir hringinn i augnablikinu og er sérstaklega ánægjulegt að hafa unnið aftur á nýjum hesti. 

Askja og fjölskylda hennar búa á bóndabæ á norður Jótlandi og eru með hesta þar. Askja og stjúpfaðir hennar Mummi Páls eru saman öllum stundum úti í hesthúsi, Mummi hjálpar henni mikið í hestamennskunni og við þjálfun. Stuðningur fjölskyldu skiptir miklu máli ef að ná á árangri. 

 

 
Grindavík,net óskar Öskju til hamingju með frábæran árangur.