Á skjálftavaktinni

26.Júlí'17 | 17:31

Í dag 26.7. kl. 13:55 varð skjáfti að stærð 4,0 vestan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Í morgun þann 26.7. kl. 11:40 varð skjálfti af stærð 3,9 með upptök um 3 km austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga

Skjálftinn fannst víða, í Grindavík, á höfuðborgarsvæðinu og víðar, þar á meðal á Keflavíkurflugvelli og Garði. Fjórir aðrir skjálfar yfir stærð 3 hafa mælst, þar af tveir af stærð 3,0 kl. 07:27 og kl. 07:56 og tveir af stærð 3,1 kl. 11:43 og 11:54. Margir minni skjálftar hafa fylgt í kjölfar þessara skjálfta ,en skjálftar í hrinunni eru orðnir yfir 100 talsins.

Þriðji skjálftinn um fjórir að stærð varð á Reykjanesskaga nú rétt fyrir klukkan hálf níu. Þetta er þriðji stærsti skjálftinn í dag, hinir tveir stærri voru 3,9 og 4,1 að stærð. Rúmlega 200 skjálftar hafa verið í dag og eru upptök þeirra við Fagradalsfjall naurðaustur af Grindavík og vestur af Kleifarvatni.
Í viðtali í kvöldfréttum RÚV sagði Kristín Jónsdóttir, forstjóri jarðvár á Veðurstofu Íslands, sagði að skjálftarnir virtust blanda af hefðbundinni skjálftavirkni vegna flekahreyfinga en beri líka að sumu leyti merki kvikuhreyfinga. 

Hún sagði að venjulega væri bara einn skjálfti að þessari stærð á Reykjanesskaga árlega. Með þessum nýjasta eru þeir orðnir þrír, aðeins í dag.