Ingibjörg Sigurðardóttir stefnir á atvinnumennsku

27.Júlí'17 | 13:02

Ingibjörg Sigurðardóttir ætlar sér að komast í atvinnumennsku. Hún ætti að eiga góða möguleika með að láta þann draum rætast eftir framistöðu sína í landsliðinu í Evrópumótinu. Hún segir í viðtali á vísi.is að markmið hennar hafi alltaf verið að fara í atvinnumennsku. Hún einbeitir sér hinsvegar af landsliðinu núna og af því að klára síðan Íslandsmótið, atvinnumennska sé ekki tímabær enn sem komið er. 

Þá hafði Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson hafði orð á því á fundi með blaðamönnum í gær að íslenskar stelpur þyrftu að vera fórnfúsar til að komast að hjá stórum félögum í Evrópu. Innhólf hans væri fullt af fyrirspurnum um íslenska leikmenn. Ljóst er að einhverjar þeirra snúa að Ingibjörgu sem hefur spilað vel á mótinu.

„Það var gríðarlega mikið stökk fyrir mig að koma inn á þetta mót og fá alla þessa athygli, það hefur verið áskorun fyrir mig að tækla það en ég hef lært mikið af því líka.“ Sagði Ingibjörg einnig.

Vísir.is