Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert samninga við tvo nýja leikmenn

28.Júlí'17 | 06:31

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert samninga við tvo nýja leikmenn, Simon Kollerup Smidt sem er fyrrum leikmaður Fram og Francisco Eduardo Cruz Lemaur ( Edu Cruz) sem kemur frá Norska liðinu Raufoss og lék með Grindvíkingum í fyrra.
 

Vonandi reynast þessir nýju leikmenn vel í harðri baráttu Pepsi deildarinnar. Við bjóðum þá velkomna og óskum þeim alls hins besta.