Færeyingar halda upp á Ólafsvöku

29.Júlí'17 | 10:53

Þjóðhátíðardagur Færeyja er í dag, Ólafsvakan og mikið um dýrðir í Þórshöfn. Hátíðin hófst í gærkvöld, en hinn eiginlegi Ólafsvökudagur er í dag. Vakan er kennd við Ólaf helga Noregskonung, sem er verndardýrlingur Færeyja.


Lögþingsmenn, ríkisstjórn, prestar og æðstu embættismenn gengu í dag frá dómkirkjunni í Þórshöfn í Ólafsgöngunni að Lögþingshúsinu eins og hefð er fyrir. Á Ólafsvöku er mikið sungið og karlakór söng undir berum himni þegar fyrirmennin komu út úr dómkirkjunni.

 

Ólafur helgi verndardýrlingur Færeyja
Ólafur helgi Haraldsson Noregskonungur, sem stundum er nefndur Ólafur digri, í orrustunni við Stiklastaði nærri Þrándheimi 29. júlí 1030. Ólafur var tekinn í helgra manna tölu tveimur árum eftir dauða sinn. Ólafur helgi hefur alla tíð staðið nærri hjarta Færeyinga og halda þeir minningu hans á lofti og syngja um hann á Ólafsvökunni. 

Hér er hægt að horfa á beina útsendingu frá  Ólafsvöku .

RÚV greindi frá