LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM

Skemmtileg uppákoma hjá Lögreglunni

9.Ágúst'17 | 07:41

Helgin var róleg og góð hjá okkur á Suðurnesjum og fögnum við því. Þó er eitt mál sem stendur upp úr og látum við bókun úr því máli fylgja með hér.

 

Vingjarnlegur maður var stöðvaður af lögreglunni um kl.02.00. Í bókun lögreglumannsins kemur fram að hann hafði verið spurður hvers vegna hann væri á ferð svo seint um nótt. Í svari mannsins kom fram að hann væri á leið á fyrirlestur um ofnotkun áfengis og skaðleg áhrif þess á líkamann og andlega heilsu, auk þess kæmi fyrirlesarinn ætíð inn á skaðsöm áhrif reykinga.
Maðurinn var spurður um hver héldi svona fyrirlestra á þessum tíma sólarhringsins.
Í svari hans kom fram að það væri eiginkona hans.