Óli Stefán með fund á Bryggjunni í kvöld

13.Ágúst'17 | 09:04

Óli Stefán þjálfari boðar til fundar á þriðju hæð á Bryggjunni í kvöld kl 20.00.

Ég ætla að fara aðeins yfir sumarið og það sem framundan er hjá okkur. Einnig gefst kostur á spurningum og umræðum um liðið.

Ég ætla að fara aðeins yfir sumarið og það sem framundan er hjá okkur. Einnig gefst kostur á spurningum og umræðum um liðið.

Með þessu viljum við þakka fyrir þann stuðning sem við höfum fengið, sérstaklega síðustu vikur sem hafa verið okkur erfiðar. Eins er þetta gott tækifæri til að þjappa okkur saman fyrir framhaldið en veislan heldur áfram á mánudaginn þegar Skagamenn koma í heimsókn.

Þeir Bryggjubræður ætla að bjóða í súpu.
Sjáumst hress

Óli Stefán Flóventsson