Grindavíkurstúlkur eru úr leik í bikarnum

14.Ágúst'17 | 11:51

Grindavíkurstúlkur eru úr leik í bikarnum eftir leik í Eyjum í gær sem endaði í vítaspyrnukeppni eftir að við náðum að jafna leikinn á síðustu mínútu uppbótartíma 1-1 Elena Brynjarsdóttir skoraði fyrir Grindavík. 


Á 106. mínútu framlengingarinnar fékk Dröfn Einarsdóttir að líta rauða spjaldið eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. En ekkert mark var skorað í framlengingunni.
Í vítaspyrnukeppninni misnotuðum við 2 víti og þar með var sigurinn Vestmannaeyjastúlkna en þær nýttu allar sínar spyrnur.