Körfuknattleiksdeild Þórs hefur ráðið Grindvíkinginn Helga Rúnar sem þjálfara

17.Ágúst'17 | 12:03
Einar_Helgi_Rúnar_1

Mynd/ thorsport.is/

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur ráðið Grindvíkinginn Helga Rúnar Bragason sem þjálfara meistaraflokks kvenna í körfubolta og tekur hann við liðinu af Benedikt Guðmundssyni.


Helgi Rúnar er reyndur körfuboltaþjálfari hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Þór og þar áður í Grindavík en nú þreytir hann frumraun sína sem þjálfari meistaraflokks. 

Helgi Rúnar segir að þessi áskorun leggist vel í sig. ,,Fyrsta verkefnið hjá mér er að taka stöðuna á hópnum og sjá hverjar ætla sér að taka slaginn í vetur. Fyrirséð eru þó einhverjar breytingar en það kemur frekar í ljós á næstu dögum hverjar þær verða. Liðið spilaði oft á tíðum mjög vel í fyrra og því væri gaman að byggja ofan á það, en hvernig sem hópurinn mun líta út að lokum þá get ég að minnsta kosti lofað gleði og baráttu í mínu liði á leikvellinum“ segir Helgi Rúnar og bætti því við að ef menn viti er um einhvern leikmann sem hefur áhuga að taka slaginn með Þór Akureyri í vetur megi þá hafa samband við mig. 

Óskum Helga Rúnari til hamingju og góðs gengis. Af heimasíðu Íþróttafélagið Þór