Stelpurnar í Meistaraflokki kvenna sóttu mikilvægt stig til Eyja

19.Ágúst'17 | 10:29
20881882_2003599689862968_5031671028626960978_n

Mynd/ UMFG

Stelpurnar í Meistaraflokki kvenna sóttu mikilvægt stig til Eyja á fimmtudaginn. Leikurinn endaði 2-2 og eru þær komnar með 14 stig í 7. sæti deildarinnar.


ÍBV stúlkur komust yfir í upphafi leiks en á 56.mínútu náði Kristín Anítudóttir að jafna með svakalegu marki beint úr aukaspyrnu. Eyjastúlkur skoruðu svo annað mark á 67. mínútu 2-1. María Sól Jakobsdóttir jafnaði svo leikinn á 82. Mínútu fyrir Grindavík,  jafntefli niðurstaðan.
Í liði 13. umferðarinnar hjá Fótbolti.net eru þær Kristín Anítudóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttur. Róbert er einnig þjálfari umferðarinnar.