U15 ára landslið kvenna í körfuknattleik með æfingaleik í Grindavík

19.Ágúst'17 | 09:50

Um helgina spilar U15 ára landslið kvenna í körfuknattleik æfingaleiki við lið Írlands á Flúðum og í Grindavík. Tefla bæði lið fram tveimur 10 manna liðum sem spila á laugardaginn á Flúðum og hefjast leikirnir klukkan 14:00 og 16:00. 

Leikirnir á Flúðum verða í beinni útsendingu á Youtube rás KKÍ. Á sunnudaginn munu liðin mætast í Íþróttahúsinu í Grindavík og þá hefjast leikirnir klukkan 11:00 og 13:00.

Það er ekki oft sem yngri landslið Íslands spila á Íslandi og því er um að gera að nýta þetta tækifæri vel, kíkja á leikina og hvetja stelpurnar til sigurs. 

Með liðununum spila 6 grindvískir leikmenn.

Með Grindavík spila Una Rós Unnarsdóttir, Jenný Geirdal og þríburarnir Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir og Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir, einnig leikur Telma Rún Ingvadóttir með Íslandi en hún spilar með liði Keflavíkur.

Þess má geta að það er frítt inn á alla leikina.