Hraðfréttahásetar á Hrafni

4.September'17 | 09:23

Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnar fékk skemmtilega heimsókn þegar þeir Hraðfréttadrengir Benni og Fannar ákváðu að gera lífstílsþátt um sjómennsku. Þetta er sex þátta sería sem að heitir Hásetar. 

Það er bæði gaman og gott að sjómennskunni skuli vera sýndur áhugi. Við vörum þó viðkvæma við þáttunum því að þeir félagar eru á köflum mjög sjóveikir og æla yfir mann og annan. 


Þetta ætti að vera gaman að horfa á, ekki síst fyrir Grindvíkinga sem að sjá kunnugleg andlit á skjánum. Þættirnir hefja göngu sína fimmtudaginn 7. September klukkan 20:00 á RÚV.