Hásetar kl 20:00 í kvöld á RUV

14.September'17 | 08:43

Félagarnir og fyrrum Hraðfréttamennirnir Benni og Fannar réðu sig sem háseta á frystitogarann Hrafn Sveinbjarnarson frá Grindavík. Í þáttunum fáum við að fylgjast með strákunum í ævintýralegum veiðitúr. Annar þáttur af sex verður sýndur á RUV í kvöld kl 20:00

Þeim var tekið vel strákunum úr Hraðféttum þegar þeir báðu um að fá að koma á sjó á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni sem er í eigu Þorbjarnar hf í Grindavík. 

Þeir hafa klárlega lent á rétta skipinu þar sem samheld áhöfn er og strákar sem þykir ekki leiðinlegt að taka svona verkefni að sér. Það verður skemmtilegt að fylgjast með þeim í kvöld og næstu fimmtudagskvöld. Enda uppátækjasamir aðilar á ferð.

Þátturinn byrjar kl 20:00 á RUV.

Þeir sem sáu ekki fyrsta þáttinn geta séð hann HÉR