Eru þjálfara í knattspyrnu ekki að bregðast rétt við aðstæðum...

ÚR LEIK! 3 ungar konur deila reynslu eftir heilaáverka..

30.Janúar'18 | 12:55

Grindvíkingarnir Ólína Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona í knattspyrnu, og Sara Hrund Helgadóttir, fyrrverandi knattspyrnukona í meistaraflokk Grindavíkur munu deila reynslu sinni af því að hljóta heilahristing og heilaáverka í fótbolta ásamt Huldu Mýrdal, fyrrverandi fyrirliða Fram í knattspyrnu.

„Ef þið fáið högg í haus­inn og finnið að það er fast. Drullið ykk­ur út af sama hvað. Það er betra að sleppa kannski 50 mín­út­um í ein­um leik en að geta aldrei gert það sem ykk­ur finnst skemmti­leg­ast aft­ur.“ Brot úr pistli Huldu Mýrdal Gunnarsdóttur.
Viðburðurinn er haldinn af Hugarfar  -félag fólks með ákominn heilaskaða, næstkomandi miðvikudag og hefst hann kl. 19 á miðvikudaginn nk. 31. janúar og verður í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður einnig í beinni útsendingu á Facebook.