HVERNIG VÆRI AÐ HUNSKAST ÚR SÓFANUM OG KOMA SÉR Í FORM!

2.Febrúar'18 | 18:26

Skráning er hafinn á fyrstu grunnámskeið Crossfit Grindavík sem hefjast fimmtudaginn 8. Febrúar næstkomandi!

Boðið verða upp á þrjú námskeið sem kennd verða þrisvar í viku.

Grunnámskeið stendur yfir í 3 vikur og að því loknu, þ.e.s. ef þér hefur tekist að halda þér frá sófanum, taka við aðrar 3 vikur í almennum Crossfit tímum. Þá, kæri lesandi, mátt þú klappa þér hressilega á bakið því þú getur valið þér tíma á stundatöflu og mætt eins oft í viku og þér listir!

 

Skráning fer fram á crossfitgrindavik@gmail.com (nafn, kt og námskeiðsval, A, B, C)

Nánari uplýsingar eru á facebook síðu þeirra.