Ert þú að fara ferma? (myndir)

6.Febrúar'18 | 15:54

Undirbúningur er mikilvægur til þess að dagurinn verði sem bestur fyrir fermingarbarnið en veislur geta verið margmannaðar sem flækir stundum málin fyrir fólki, þess vegna er alltaf mjög gott að vera skipulagður og skrifa allt niður! Hér fyrir neðan koma nokkur góð atriði.

 

  • Hverjum á að bjóða?

  • Þarf að senda mörg boðskort?

  • Hvað ætlarðu að hafa á boðstólnum? -Mat, kökur eða bæði. 

  • Á barnið að fara í myndatöku? Jú, það er ómetanlegt að eiga myndir af þessum degi 

  • Fermingargreiðslan og fatnaður

 

Svona er endalaust hægt að telja upp en síðustu helgi inn í Garðheimum var haldinn fermingarsýning. Þar voru einmitt allir þessir helstu hlutir sem margir hafa á þessum degi, fermingarkerti, servéttur, sálmabók, hanskar á dömur, skreytingar og svo var verið að sýna fatnað á fermingarbörnin.  Sumir voru að setja áletrun á kerti.

Hér árum áður þótti alltaf svo smart að hafa servétturnar áletraðar, en í dag er svo gríðarlega mikið til af fallegum servéttum að það er ekki svo mikið um það. Það er einhvern veginn allt flott, ekki bara eitthvað eitt sem gengur upp. 

Gaman er að spá í skreytingar fyrir veislustað, en það getur verið mismunandi hvar veislan er haldin. Blöðrur með helíum er mikið inn núna, ljósabox, veifur og nammibar. Falleg ekta blóm er alltaf „classisc“ og ilmurinn skemmir ekki.  Það er hægt að leika sér á svo marga vegu með veislusali/ rími, gera fallegt, sem mörgum finnst svo skemmtilegt.

Svo eru það veitingarnar í veislunni.  Ætlarðu að gera allt sjálf/ur, kaupa allt eða bæði. Einnig er hægt að kaupa veisluþjónustur sem sjá alfarið um veitingarnar fyrir fólk.  Það er svo margt í boð en kostar að sjálfsögðu mis mikið.  Gömlu, góðu marssipan fermingarkökurnar standa nú alltaf fyrir sínu en sykurmassinn hefur verið meira inn síðustu ár og smakkast auðvitað guðdómlega. Þessar fermingarkökur eru ekki bara bragðgóðar heldur eru þær margar hverjum flottari, hreinlega eins og listaverk.

Ekki má gleyma að dressa barnið upp en tískan í dag er voðalega þægileg. Mikið er um Blúndur hjá stúlkunum sem og samfestingar, látlaus greiðsla setur svo punktinn yfir i.  Hjá strákunum er flottar buxur, Blazer jakki, helst blár, og töff skyrta. Meira svona „casual“ ef svo má segja. Svo hafa blessuð börnin oft skoðanir á þessum hluta, hverju á að klæðast, þannig að þetta getur verið áskorun að fara með unglingin að versla.

 

3

Kökur sem tengjast áhugamáli

453ed1083ef9331b4f0358188228642d

Mynda veggur er mjög vinsæll um þessar mundir

4e503235922860aa82816fd13706923e

Mynda gestabók, þar sem gestir taka sjálfir myndir og líma í

f04512ee7def13bf6b21bee21c2d73ba

Nammi bar, nammi skálar