Heilsuleikskólinn Krókur 17 ára

6.Febrúar'18 | 10:28

Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík hélt upp á 17 ára afmæli leikskólans í gær með fjölskylduhátíð, eins og ár hvert. 

 

Börnin bjóða fjölskyldum sínum (mömmu, pabba, systkinum, afa, ömmu eða öðrum sem þau óska) til veislu þar sem allir eiga góða stund saman. Boðið er upp á leik, samveru og veitingar þar sem börn, foreldrar og starfsfólk leiða saman hesta sína. Allir tóku þátt í leik og starfi í gær eins og sjá má á myndunum. Afmælið er góð kynning á starfi leikskólans eins og myndirnar bera með sér.