Hjá Höllu er gott að borða

8.Febrúar'18 | 12:11

Hver fær ekki vatn í muninn þegar minnst er á Höllu mat...

Veitingastaðurinn Hjá Höllu er gríðarlega vinsæll staður og margir gera sér ferð til Grindavíkur til þess eins að fá sér að borða. En það er ekki einungis maturinn sem dregur að heldur er það líka starfsfólkið sem vinnur með henni. Þar erum við að tala um flottan hóp kvenna sem tekur ávallt brosandi á móti gestum og gangandi, stutt er í grínið og einstök þjónustulund.

Það má segja að staðurinn sé fjölskyldustaður en flestir í hennar fjölskyldu vinna þar með henni eða leggja sitt af mörkum til að gera gott en betra!

Þeir sem vilja geta kíkt á Matseðill vikunnar hjá henni og sé hvað sé í boði því ekki er endilega alltaf það sama til á matseðlinum. Hún leggur mikla áherslu á að hafa metseðilin fjölbreyttan og fallegan fyrir hverja viku og svo má ekki gleyma dásemdar kökunum sem fullkomnar heitan kaffibollan eða nýbökuðu brauðin sem eru tilvalin með heim eftir vinnudaginn.

Halla leggur mikla áherslu á heilsusamlegan mat, þannig að fólk getur borðað yfir sig án þess að fá samviskubit, þið fattið 😉