Bolludagurinn nálgast!

9.Febrúar'18 | 10:34

Grindavik.net minnir fólk á BOLLUDAGINN sem er næstkomandi mánudag, 12. Febrúar, og má búast við að landsmenn láti ofan í sig mikið magn af bollum!

 

Margir halda upp á bolludaginn á sunnudeginum fyrir, nýta þannig frídaginn og bjóða jafnvel gestum í veislu.

Pantaðu bollur fyrir vinnufélagana

Það er ómissandi að borða góðar bollur á bolludaginn. Margir vinnustaðir bjóða starfsmönnum upp á rjómabollur, og um að gera að panta sem fyrst svo bollurnar ómissandi berist örugglega.

Nú styttist einnig í, sprengidaginn og öskudaginn, en þessir þrír dagar gera fyrstu dagana í febrúar ár hvert svo skemmtilega. Eflaust eru margir byrjaðir að velta fyrir sér öskudagsbúningum fyrir börnin.