Dagur tónlistarskólanna er á morgun..

9.Febrúar'18 | 13:43

Í tilefni dagsins verður tónlistarskólinn í Grindavík með opið hús milli kl. 14 og 16 á morgun og munu nemendur skólans spila fyrir gesti og gangandi.

 

Dagur tónlistarskólanna er haldinn annan laugardag í febrúar ár hvert og er tilgangur þessa dags er að vekja athygli á fjölbreyttu starfi tónlistarskólanna í landinu og gera þá sýnilegri almenningi.

Heitt kaffi verður á könnunni og því tilvalið að skella sér á smá tónleika hjá krökkunum sem vilja ólm sína hvað þau kunna..

 

Allir hjartanlega velkomnir.