Rísandi stjarna Grindavíkur! MYNDBAND

11.Febrúar'18 | 14:00

Viktor Örn Hjálmarsson, A.K.A VIKKI KRÓNA, eins og hann kallar sig, rúllaði upp söngvakeppni Kragans þegar hann mætti með frumsamið lag og texta..!

Söngvakeppni Kragans er undankeppni fyrir söngvakeppni Samfés sem var haldin síðastliðinn föstudag, 10. Febrúar í íþróttahúsinu, Álftanesi. Alls tóku 10 félagsmiðstöðvar úr Garðabæ, af Reykjanesinu, úr Mosfellsbæ og frá Seltjarnarnesi þátt. Fjögur atriði komust áfram í úrslitakeppni Samfés og verður, Viktor Örn, flottur fulltrúi okkar Grindvíkinga með lagið sitt „Bling, Bling“. Lagið samdi Viktor sjálfur og textann gerði hann ásamt, Hafþóri Rafnssyni Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.

 

Viktor Örn nelgdi 2. Sætið í Rímnaflæði

Rímnaflæði er viðburður á vegum Samfés og er rappkeppni félagsmiðstöðva á Íslandi. Rímnaflæði hefur skapað sér fastan sess í dagskrárliðum félagsmiðstöðva um leið og hún vekur áhuga ungmenna á rappi og gefur því jákvæða umfjöllun. Viktor gerði sér lítið fyrir og tók þátt með frumsamin texta, Vinstri og Hægri, og endaði í öðru sæti keppninnar sem haldin var í 18 sinn í nóvember á síðasta ári.

Myndbandið; Vinstri og Hægri - Vikki Króna

Það má segja að stjörnuferill Viktors hafi rúllað af stað þegar hann tæklaði rappkafla í laginu, „Besta Hverfið“, sem að Appelsínugula hverfið gaf út fyrir Sjóarann Síkáta síðasta sumar, 2017.

Myndbandið; Besta hverfið

 

Já, hér eru miklir hæfileikar á ferð og gaman verður að fylgjast með honum Viktori í framtíðinni!

Gangi Þér vel í úrslitakeppninni sem haldin verður í Laugardagshöllinni, 24. Mars, 2018.