Þreytt/ur á kosningum

14.Febrúar'18 | 16:49

Heyrst hefur að um 8 stjórnmálaflokkar ætli sér að bjóða fram til sveitastjórnarkosningar í Grindavík..

 

Við undirbúning sveitarstjórnakosninga er nauðsynlegt að senda frá sér pistla/ greinar, koma skilaboðum sínum áleiðis til bæjarbúa svo það viti hver ásetningur þinn, frambjóðandans, sem og flokksins er, fólk vill vita hug manna um framtíðarsýn bæjarins. Einnig fékk grindavik.net þær fréttir að um 8 stjórnmálaflokkar ætli sér að bjóða fram til sveitastjórnarkosningar í Grindavík. Tekið skal fram að þetta eru ekki áreiðanlegar heimildir.

Hverjum treystir þú?

Bæjarstjórnakosningar eru mjög ólíkar alþingiskosningum, sérstaklega í minni sveitarfélögum eins og Grindavík. Þar kjósum við fólk, fólk sem við treystum til þess að reka og sjá um þetta stóra fyrirtæki sem bærinn okkar er, axla ábyrgð og sýna frumkvæði með hagsmuni okkar/ fólksins að leiðarljósi. Því er mikilvægt að minna fólk á hvað kosningarnar skipta miklu máli fyrir okkur öll.

Í kjölfar af þessum skrifum vildi ég, undirrituð, koma því á framfæri að flestir stjórnmálaflokkar hér í bæ vita að ég er flokksbundin Framsóknarflokknum og taldi ég því nauðsynlegt að skrifa nokkur orð sem beinast að öllum þeim sem hafa haft einhverjar áhyggjur, þar sem ég er ritstjóri grindavik.net, að ekki hafa áhyggjur! 😉

Ég, Sæbjörg, vill því skora á alla flokka bæjarins, frambjóðendur, að nýta sér miðilinn, senda frá sér pistla/ greinar, auglýsa prófkjör, auglýsa fólkið sitt, vera sýnileg svo að bæjarbúar geti tekið upplýstar ákvarðanir um hvern skal kjósa í vor.

 

Grindavik.net er miðill fyrir alla, alla sem hafa skoðanir, sama hverjar þær eru..

Sæbjörg Erlings, ritstjóri.