Meiri fjölbreytni fyrir íþróttafólk í Grindavík

16.Febrúar'18 | 18:32

Almenn ánægða með Crossfit........

Byrjendanámskeið í Crossfit hófst fyrir viku síðan og hefur það tekið miklum vinsældum hérna í Grindavík. Byrjendur þurfa að ljúka 3 vikna námskeiði þar sem farið er vel yfir tækni og æfingar með þjálfurum eins og fram hefur komið hérna á grindavik.net. Þeir Lárus Guðmundsson, Crossfit þjálfari og Óli Baldur Bjarnasson, einkaþjálfari og eigandi staðarins, halda utan um Crossfit hér í Grindavík. Einnig eru þeir búnir að fá Jóhönnu Júlíu, núverandi Íslandsmeistara kvenna í Crossfit, með sér í lið. Það er líf og fjör á æfingum og er almenn ánægja meðal iðkenda á námskeiðinu.

Í mars hefst svo glæsileg stundatafla fyrir alla sem hafa lokið grunnnámskeiði hjá viðurkenndri Crossfit stöð. Það er þess vegna hægt að fara á crossfit æfingu 6 daga vikunar ef þig langar en tímar eru alla daga nema sunnudaga. Þau bjóða uppá 13 tímasetningar sem þú getur valið um á viku þannig það er nóg úr að moða.

Óli Baldur og unnusta hans, Rakel Eva Eiríksdóttir, opnuðu nú á dögunum þessa glæsilegu stöð sem er hrikalega flott og vel skipulögð. Bjart og skemmtilegt umhverfi með allt til alls. Má segja að það verði gaman að fylgjast með þessu flotta fólki. Þessa stöð má finna á Ægisgötu 3 einnig á facebook undir  Crossfit Grindavík