Kvennastarf Golfklúbbs Grindavíkur

18.Febrúar'18 | 19:49

Ætlum að stefna á öflugt starf

Konur í Golfklúbb Grindavíkur hittust til að setja sumarið niður á blað. Það komu margar skemmtilegar hugmyndir og ætlar kvennaráð að rífa starfið vel upp í sumar. Það á að vera nóg um að vera fyrir allar konur. Hittingur einu sinni í viku, kvennamót og einnig ætla þær að reyna að fá kennara og fara saman í kennslu eða hafa námskeið. Þær konur sem hafa gaman að spila Golf ættu ekki að láta sig vanta á Golfvöllinn í sumar hjá GG. 

„Allar erum við að keppa við okkur sjálfar og skiptir ekki öllu máli að vera bestur heldur að vera með“ sagði ein hress á fundinum.

Hérna er hægt að finna facebook síðu GG konur og hægt að fylgjast með