Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölbýlishússins Suðurhópi 1 Grindavíkur

24.Febrúar'18 | 11:38

"með þessari yfirlýsingu lætur hann vita að ekki er einhugur meðal íbúa..."

Reynir Gunnarsson hafði samband við okkur á grindavik.net og vildi senda frá sér yfirlýsingu vegna blokkar málsins;

 

Vegna fréttaflutnings af málefnum fjölbýlishússins Suðurhópi 1 Grindavíkur.

  1. Undirritaður vill koma á framfæri leiðréttingu að þessi aðili sem tjáir sig  fyrir hönd íbúanna í blokkinni  er ekki  talsmaður minn í blokkinni.

  2. Undirritaður bíður hjónin velkomin í blokkina.

  3. Undirritaður vill einnig benda á að ég tel að hjónin hafi ekki brotið lög, ef einhver lög hafi verið brotin hljóti það að hafa verið um að ræða sýslumansembættið á Suðurnesjum, allavegana lýtur sýslumansembættið þannig á að ekki hvíli kvöð á húsinu í þessu máli og þinglýsti þar með þeim pappírum sem honum bárust, hvað sem síðar verður kemur í ljós.

Virðingarfyllst

Reynir Gunnarsson

Suðurhópi 1 Grindavík

 

Reynir er ekki í hússtjórn en hann er íbúi, með þessari yfirlýsingu lætur hann vita að ekki er einhugur meðal íbúa eins og komið hefur fram í fyrrum fréttaflutningum. Þetta er svo sannarlega leiðindarmál og setur ljótan blett á blokkina og alla sem í henni búa. Við þökkum honum Reyni fyrir að koma með sína hlið á málinu og láta vita að ekki séu allir á sömu skoðun í blokkinni.

Vel gert Reynir.