"Ökumaður bílsins má skammast sín" segir Björn Steinar Brynjólfsson

26.Febrúar'18 | 14:18

"..hann tók fram úr mér stuttu áður og lagði mig og aðra í mikla hættu." 

Eftirfarandi færsla er tekin af facebook síðu Stopp hingað og ekki lengra! en Björn Steinar Brynjólfsson birti þar myndband af mjög svo glannalegum akstri um hádegisbilið í dag.

„Ég má til að deila þessu myndbandi. Tek það fram að ég legg það ekki í vana að vera í símanum við akstur. Ástæðan fyrir því að ég tók þetta myndband upp er að hann tók fram úr mér stuttu áður og lagði mig og aðra í mikla hættu. Kaflinn sem um ræðir er þar sem tvöföldun hættir og álversins. Búið er að lækka hraðann þar niður i 80km en það virðist sem að framúrakstur sé enn meiri eftir þá lækkun. Ég velti því fyrir mér hvort yfirvöld séu að bíða eftir því að fleiri slys séu á þessum kafla? Ökumaður bílsins má sömuleiðis skammast sín því hann lagði mörg líf í hættu.“ Segir Björn Steinar.