Rannveig Jónína Guðmundsdóttir er komin með nóg!

28.Febrúar'18 | 20:00

"Rannveig eða, Rannslan eins og hún kallar sig, er komin með miklu meira en nóg af ástandinu. Ófá banaslys hafa orðið á veginum sem hún og hundruðir aðrir, keyra nær daglega til og frá í vinnu eða skóla.!

 

Rannveig Jónína Guðmundsdóttir birti eftirfarandi færslu á facebook síðu sinni í dag. Með pistli sínum er hún að vekja athygli á slæmu ástandi vega hér á landi og kannski þá aðalega grindarvíkurvegi. Rannveig missti bróðurdóttur sína á þessum vegi fyrir rúmu ári síðan eða í janúar 2017, þá einungis 18 ára að aldri.

Rannveig eða, Rannslan eins og hún kallar sig, er komin með miklu meira en nóg af ástandinu. Ófá banaslys hafa orðið á veginum sem hún og hundruðir aðrir, keyra nær daglega til og frá í vinnu eða skóla.

 

„Ástand vega hér á landi er eiginlega hætt að vera fyndið, eða ekkert eiginlega, það er hætt að vera fyndið. Ég keyri Grindavíkurveginn daglega til og frá vinnu og mér blöskrar orðið ástandið á veginum.“ Segir Rannveig og heldur áfram, „Vegkaflinn við slysstaðinn hennar Ölmu minnar er vægast sagt stórhættulegur en að maður þarf orðið að vera ansi flinkur í því að taka beygjur og sveigjur til þess að forðast holurnar, ásamt því að forðast það að lenda í árekstri á þessum stað. Þetta er ekki eini kaflinn á veginum sem er svona slæmur og mér finnst alveg hreint ótrúlegt að ég sé enn þá með þokkalega dempara á bílnum mínum.“ Segir Rannveig.

Túristarnir virða ekki stöðvunarskyldu                                                                

„Ég átta mig fullkomlega á því að veturinn í ár hefur verið ansi slæmur með hálku, rigningu, söltun, hita og kulda til skiptis og svo framvegis en þetta er ekki hægt lengur! Fyrir utan ástandið á vegum landsins er ég líka búin að fá mig fullsadda á Bláa Lóns gatnamótunum, er búin að lenda tvisvar sinnum í því í sömu vikunni að túristarnir virða ekki stöðvunarskyldu og ég þruma næstum því í hliðina á þeim, er sem betur fer farin að vera með varann á mér á þessum kafla og hægi því alltaf á mér- þó ég sé í rétti. Þessi gatnamót og þessi framkvæmd eru klúður frá A-Ö!“

 

 

Rannveig gaf grindavik.net leyfi til þess að birta færsluna hennar og minna þannig á hætturnar á veginum, halda stjórnvöldum við efnið svo eitthvað verði gert.