Sjúkleg Daim kaka

28.Febrúar'18 | 11:08

Æðisleg uppskrift af sætri köku.........

 Nú erum við sem erum að fara ferma farin að huga að veitingum í veislunni. Ég ætla að hafa kaffi með dýrindis réttum og kökum.  Ein kakan sem er í miklu uppáhaldi heitir Daim-kaka og bragðast guðdómlega vel. Hún er einskonar ískaka samt ekki. Hún er borin fram köld en ekki frosin.Ég henti í þessa köku í dag sem verður í fermingunni og ætla deila henni með ykkur. Henni verður svo hent í frysti.

Marensinn er þeyttur fyrst, en það er gott að geyma rauðurnar þanga til á eftir.  Þegar marensinn er svo alveg tilbúin þá er möndlukurlinu bætt rólega útí með sleif og lyftiduftinu stráð rólega yfir.

 

 

 

 

 

   

 

 

 

Gott að nota góðu smelluformin en auðvitað virkar alveg fleiri form, þau eru bara svo þægileg.  Marensinn er svo settur inní ofn með undir og yfir hita. Fyrst í 10 mín á 170° svo lækkað niður í 130° í 60 mín.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Á meðan þetta bakast í ofninum þá er gott að fara huga að blöndunni sem er á milli.   

Við tökum rauðurnar sem við geymdum áðan og blöndum þeim við sykur í hrærivél þannig að blandan verði svona fallega kremuð á lit. Þar næst þeyttum við rjómann sér.  Svo blöndum við þessu saman varlega.

 

 

 

 

Nú tökum við matarlímið en margir verða stressaðir þegar kemur að matarlími.  Mér var kennt að setja límið undir kalda vatnsbunu til að gera límið mjúkt. Þá verður það síður kekkjót. Kaffið er heitt og svo bæti ég líminu útí og hræri vel þannig að það leysist upp í kaffinu. Leyfa svo kaffinu að kólna.  Svo er því blandað við blönduna. Skiptu svo blöndunni í tvennt og blandaðu Daim kurlinu í aðra skálina. Því Daim     blandan fer svo á milli en restin sem var sett í hina skálina er svo smurð utaná kökuna.

Hrikalega girnileg kaka og svaka bragðgóð :)

Hún er svo borin köld fram 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppskrift:

Botnar:

3 stk. Eggjahvítur

2 dl. af sykrur

2 dl. möndlukurl

½ lyftiduft

Blandan:

3 stk rauður

100 gr. sykur

½ líter af rjóma

3 blöð matarlím

1 dl. Kaffi

1 poki Daim kurl

 

Andrea Karen