ÍR VS Grindavík í kvöld, trúir þú! (video)

1.Mars'18 | 12:19

Nú hefst lokaspretturinn í deildinni, í kvöld koma í heimsókn til okkar ÍR-ingar og við ætlum að hjálpa strákunum okkar alla leið.

VIÐ þurfum að bretta upp ermarnar, spíta í lófana, mæta í gulu, láta í okkur heyra  og taka til hendinni í stúkunni. Við þurfum úrslitakeppnis-fíling hjá okkur öllum og við ætlum að hafa hátt.

Öllum vinnslum verður lokað í kvöld, flotinn bundinn við bryggju, vaktavinnufólk leggur niður störf, við fyllum Mustad-Höllina gulum lit og hvetjum liðið okkar áfram. GRINDAVÍK SKIPTIR MÁLI !!

Börgerarnir verða klárir upp úr kl 18, grillaðir af ást og umhyggju, leikurinn hefst svo kl. 19:15

Mustad-Höllin er okkar Vígi.....VERJUM ÞAÐ