Glæsilegur árangur Huldu leikskólastjóra

2.Mars'18 | 08:07

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í níunda sinn þann 28. febrúar s.l. við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands.

Grindvíkingurinn Hulda Jóhannsdóttir var tilnefnd til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2018. Alveg glæsileg viðurkenning. Eins og flestir vita er Hulda leikskólastjóri á Heilsuleikskólanum Krók og hefur hún verið þar frá upphafi leikskólans sem er nú orðin 17 ára. Það fer rosalega flott starf fram hjá Huldu og teyminu hennar. Við hjá grindavík.net höfðum samband við Huldu og óskuðum henni til hamingju, hún var hæst ánægð með þetta allt saman. Við báðum hana svo að svara einni spurningu fyrir okkur.  Ef þú mættir lýsa þér sem stjórnanda í þremur orðum hver mundu þau vera? Hún sagðist eiga erfitt að gera það bara í þremur orðum og hló. En svaraði svo að hún væri metnaðarfull, treystir starfsfólkinu sínu, „við eru öll að vinna saman sem kemur fram í teymisvinnu og fleiru“ „Svo er mér svakalega umhugað um líða starfsfólk, andlega og líkamlega. Vill að starfshópurinn sé þéttur“ sagði Hulda. En hún ásamt teyminu sínu á Krók hafa verið að vinna svo flott starf með núvitund bæði fyrir börnin og starfsfólkið. Hefur þessi flotta vinna skilað sér inní grunnskólann og er Leikskólin Laut einnig farin að nýta sér þessa núvitund.