Mánudags pæling Sæbjargar..

5.Mars'18 | 10:26

Ég ætlaði að stíga á viktina í morgun þegar ég hugsaði,“nei, hvur andsk****“. 

Ég fór þá að pæla, það eru til svo margar aðferðir og fræði til að léttast og passa upp á línurnar. Fullt af prógrömmum og bara já, þið vitið, bara öllu. Kona sem er orðin 30, 40, 50 ára þarf ekki á neinum fræðum að halda, við vitum allar þessi fræði, við erum sérfræðingar flestar og ættum ekki að þurfa að vera reiða okkur á einhverja aðra til þess að segja okkur hvað virkar, við höfum margra ára reynslu og þekkingu.

 

 

 

Við viljum helst að þetta gerist á sjálfum sér, ekki satt? þannig að ef ég fer á danska kúrinn þá breytist minn lífstíll og ég verð eins og fittnes model í  laginu í næstu viku hmm..

  
 

 

 

 

Þú veist alveg að ef þú étur of mikið af hamborgurum og frönskum, drekkur kók í öll mál að þú léttist ekki rassgat. Ég veit t.d. að snickers súkkulaðið sem ég borðaði í gær fer beint á rassgatið á mér, en ég borðaði það SAMT, og væli svo seinna. 

 

 

Ef þú vilt breyta einhverju, reyndu þá að þjálfa þig upp í sjálfsstjórn, það er mín skoðun allavega.

 

Viltu létta þig og ná meiri árangri, líta betur út, HÆTTU ÞÁ AÐ BORÐA ÞETTA SUKK. Ekki gúffa í þig snakki og sælgæti, bara af því það er „kósý kvöld“. Ó my lord hvað ég þekki þá afsökun vel sjálf, það er svo auðvelt að blekkja hugann með allskyns hugmyndum!

 

 

Ekki drekka gos, þú veist að þú ert að drekkja þér í hitaeiningum. Ekki hafa franskar með löðrandi kokteilsósu nokkrum sinnum í viku með matnum. Ekki troða í þig ís og nammi á kvöldin yfir sjónvarpsþáttunum. Ekki troða þig út af kexi eða grillaðri samloku þegar þú kemur heim úr vinnuni eða fá þér sjoppufæði í hádeginu.

 

Þetta eru bara dæmi sem ég nefni en þið vitið alveg hvað ég er að meina.

 

 

Þessi setning, ÞÚ ERT ÞAÐ SEM ÞÚ BORÐAR, ætti hreinlega að vera upp á vegg á hverju heimili, því þetta er nákvæmlega svona einfalt.

 

 

 

 

Ef þú veist að þetta er ekki gott fyrir þig, ef þú veist að þú átt ekki innistæðu fyrir því…

EKKI borða það þá! Díses 😉

 

 

           Sæbjörg Erlings