Nettó mótið var um helgina

5.Mars'18 | 06:00

Efnileg, unga kynslóðin úr Grindavík á skemmtilegu körfuboltamóti um helgina

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hið árlega Nettó mót fór fram núna um helgina, 3 og 4 mars. Þetta er vinsælt mót og hafa Grindvíkingar farið í nokkuð mörg ár í röð á þetta vinsæla mót. Í ár fóru 2 flokkar í karladeild og 3 flokkar í kvennadeild. 

Verðlaunaafhendingin sem þátttakendur taka virkan þátt

Það er nóg að gera á þessu móti og voru yfir 20 lið sem skráðu sig á mótið.  Það er boðið uppá bíó, sundferð, svo er matur í Fjölbrautarskólanum, 88 húsið er á sínum stað og svo voru hoppukastalar og skemmtileg afþreying í Reykjaneshöll. 

 

Barist eins og sannir Grindvíkingar

1. bekkur drengja

2. bekkur stúlkur ánægðar með mótið

Mikil einbeiting í gangi og eiga þessir krakkar svo sannarlega framtíðina fyrir sér