Menningarvikan

9.Mars'18 | 12:49

Glæsileg dagskrá 

Menningarvikan gengur í garð á morgun með formlegri setningu í Grindavíkurkirkju kl. 16, en margir viðburðir eru á dagskrá í dag. Leikskólabörnin hittust núna kl. 13 í Kvikunni með sýningu sem kallast Hjartsláttur. Í kvöld eru svo Kútmagakvöldið sem Lions stendur fyrir (fyrir karlpeninginn) en konukvöld körfunar (sem er styrktarkvöld fyrir stelpurnar okkar í körfunni ) verður á sínum stað. Glæsileg dágskrá á þeim bæum.

 

Laugardaginn 10. mars er svo nóg um a vera en víða eru skemmtilegar sýningar t.d. Saltfisksýning í Kvikunni, Söguslóðir í Kvennó og ljósmyndasýning eftir Sólveigu M. Jónsdóttir í Framsóknarhúsinu.

Um kvöldið er svo flottur hópur tónlistamanna frá Vestmannaeyjum sem kallar sig BLÍTT OG LÉTT með skemmtilegu og gömlu góðu lögin, æðislegir tónleikar. Einnig er Fish House með margt í boð en dagskrána má finna á heimasíðu grindavik.net og í Járngerði