Ólöf Rún Óladóttir fór á kostum í liði Grindavíkur!

13.Mars'18 | 10:19

skoraði 27 stig

Grindavík vann leikandi sigur á Ármann 76:43 í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Grindavík var yfir allan tímann og bætti hægt og rólega í forskotið eftir því sem leið á leikinn.

 

Ólöf Rún Óladóttir, 16 ára, skoraði 27 stig fyrir liði Grindavíkur. Hjá Ármanni var Sigrún Guðný Karlsdóttir, einnig 16 ára, stigahæst með 11 stig.

 

Grindavík leikur við deildarmeistara KR í undanúrslitum í umspili um sæti í efstu deild síðar í mánuðinum en Ármann er á botninum, án stiga.