Minja- og sögufélag Grindavíkur auglýsir

14.Mars'18 | 12:04

Bíókvöld í Bakka- ÉG MAN ÞIG og ljósmyndasýning í kvennó eftir Einar Einarsson frá Krosshúsum

Í tilefni af menningarviku Grindavíkur hefur Minja – og sögufélag Grindavíkur ákveðið að sýna myndina „ Ég man þig“ sem verður sýnd næsta föstudagskvöld en myndin er byggð á spennusögu Yrsu Sigurðardóttir. Sú kvikmynd er að mestu leyti tekin upp í húsnæði Minja – og sögufélagsins Grindavíkur, Bakka. Bakki stendur við Garðsveg. 

Kvikmyndafélagið fékk húsnæðið leigt undir tökur á kvikmyndinni, og voru tekjurnar af því notaðar til uppbyggingar á húsnæðinu. Minja – og sögufélag Grindavíkur hefur staðið í því að koma húsnæðinu aftur í sína upprunalegu mynd í samræmi við verkefnið „Gamli bærinn“. Stuðst er við gamlar myndir af húsnæðinu til að viðhalda upprunualegu myndinni.

Framtíðarsýn félagsins er að koma upp sýningum á munum og minjum sem tengt búsetu og vinnu í Grindavík frá fornu fari.

Það kostar 500kr inn á sýninguna, og mun innkoman fara óskipt í áframhaldandi uppbyggingu á Bakka. Frjáls framlögð verða að sjálfsögðu vel þeginn og mun vera lítil sjoppa á staðnum með poppsölu og fleira.

VIÐBURÐURINN Á FACEBOOK

Einnig bendum við á sýningu í Kvennó sem Minja - og sögufélag Grindavíkur stendur fyrir, um gott fólk sem lagði mikið til samfélagsins í að gera Grindavíkurbæ að því sem hann er í dag.

 

 

Allar ljósmyndirnar eru eftir Einar Einarsson frá Krosshúsum, fengnar frá ljósmyndasafni Reykjavíkur. Stjórn Minja – og sögufélags Grindavíkur hvetur bæjarbúa til að skoða þennan fjársjóð undir tónlist Sigvalda Kaldalóns.